29/03/2012

Braut 14 – Vesturkot

Braut 14 – Vesturkot

Fjórtánda holan er bein og stutt og sem fyrr er hætturnar helst að finna nærri flötinni. Brautin er breið og hallar lítið eitt frá hægri til vinstri í átt að tveimur löngum brautarglompum en hægra megin eru einnig tvær litlar glompur. Svæðið í kringum flötina hallar allt frá hægri til vinstri og því betra að beina höggunum hægra megin á flötina. Vinstra megin við flötina er brött brekka sem endar í glompu sem erfitt getur verið að slá úr. Flötin sjálft er frekar lítil og því góður möguleiki á einpútti.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/10/2019
    Lokun á umferð golfbíla.
  • 13/07/2017
    Þrjár nýjar holur opnaðar
  • 29/03/2012
    Braut 17 – Flókabraut
  • 29/03/2012
    Braut 18 – Sælakot
  • 29/03/2012
    Braut 15 – Fúla
  • 29/03/2012
    Braut 16 – Drundur