Í sumar mun Golfklúbburinn Keilir sjá um rekstur veitingasölu í golfskála félagsins á Hvaleyri í Hafnarfirði eftir að umsjónaraðili rekstrarins baðst lausnar af persónulegum ástæðum. Hefur Kelir ráðið Hrefnu Helgadóttur sem rekstrarstjóra en hún hefur mikla reynslu af slíkum rekstri og starfaði um árabil í skálanum á árum áður.

Starfsemin í golfskálanum og þá ekki síst veitingasalan og það mikla félagslíf sem hún laðar til sín má segja að sé hjartað í klúbbnum og því mun verða kappkostað að veita framúrskarandi þjónustu og hágæðaveitingar á sem bestu verði. Eru Keilisfélagar hvattir til að nýta sér þjónustuna óspart og sýna þannig stuðning sinn í verki, hvort tveggja við veitingasöluna sem og starfsemi félagsins almennt.