Þá er búið að velja sveit Keilis sem keppir í kvennaflokki nú um næstu helgi á Garðarvelli. Það sem vekur mesta eftirtekt er valið á Ólöfu Maríu margföldum Íslandsmeistara. Enn Ólöf hefur keppt fyrir Keili nú um nokkra vikna skeið á meðan hún er stödd á landinu. Enn einsog margir vita býr Ólöf í Bandarikjunum. Það verður spennandi að fylgjast með stelpunum enn Keilissveitin er klárlega mjög sterk í ár og óskum við henni alls hins besta um helgina. Hér má sjá hvaða stelpur skipa sveitina. Enn er óljóst hverjir skipa karlasveit Keilis enn hún verður birt hér á næstu dögum.

Liðsskipan Keilis

Anna Sólveig Snorradóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Högna Kristbjörg Knútsdóttir
Ólöf María Jónsdóttir
Sara Magret Hinriksdóttir
Signý Arnórsdóttir
Tinna Jóhannsdóttir
Þórdís Geirsdóttir

Liðsstjóri. Sigurpáll Geir Sveinsson