08/08/2012

Búið að velja kvennasveit Keilis

Búið að velja kvennasveit Keilis

Þá er búið að velja sveit Keilis sem keppir í kvennaflokki nú um næstu helgi á Garðarvelli. Það sem vekur mesta eftirtekt er valið á Ólöfu Maríu margföldum Íslandsmeistara. Enn Ólöf hefur keppt fyrir Keili nú um nokkra vikna skeið á meðan hún er stödd á landinu. Enn einsog margir vita býr Ólöf í Bandarikjunum. Það verður spennandi að fylgjast með stelpunum enn Keilissveitin er klárlega mjög sterk í ár og óskum við henni alls hins besta um helgina. Hér má sjá hvaða stelpur skipa sveitina. Enn er óljóst hverjir skipa karlasveit Keilis enn hún verður birt hér á næstu dögum.

Liðsskipan Keilis

Anna Sólveig Snorradóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Högna Kristbjörg Knútsdóttir
Ólöf María Jónsdóttir
Sara Magret Hinriksdóttir
Signý Arnórsdóttir
Tinna Jóhannsdóttir
Þórdís Geirsdóttir

Liðsstjóri. Sigurpáll Geir Sveinsson

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar