24/02/2015

Dómaranámskeið 2015

Dómaranámskeið 2015

Dómaranefnd GSÍ hefur ákveðið tímasetningar héraðsdómaranámskeiðs á þessu vori. Í ár er námskeiðið haldið nokkru fyrr en verið hefur undanfarin ár og hentar það vonandi betur þeim sem stefna á golfferð til útlanda í kringum páskana.

Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og er dagskrá þess eftirfarandi:
Fyrirlestur 1, 2. mars kl. 19:00 – 22:00
Fyrirlestur 2, 4. mars kl. 19:00 – 22:00
Fyrirlestur 3, 10. mars kl. 19:00 – 22:00
Fyrirlestur 4, 12. mars kl. 19:00 – 22:00
Próf 17. mars kl. 19:00 – 22:00 og 21. mars kl. 10:00 – 13:00 (dagsetning að vali hvers þátttakanda)
Vinsamlegast auglýsið námskeiðið í klúbbunum og komið á framfæri þar sem við á. Einnig væri gott ef klúbburinn myndi sjá sér fært að setja upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu sína.

Kveðja,

Dómaranefnd GSÍ

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum