Guðrún Brá Björgvinsdóttir varð í 13. sæti á háskólamóti á Havaí í vikunni.  Guðrún Brá lék á fjórum höggum yfir pari eða á 76,72 og 72 höggum og var besti kylfingurinn í sínu liði.

Undanfarin mót hefur Guðrún verið að leika mjög vel. Meðaltalskor hennar er 71.8 högg.

Næsta verkefni hjá Guðrúnu er Ole Miss Rebel intercollegiate dagana 1.-3. apríl í Missisippi. Það verður næst síðasta mótið hjá Fresno State skólanum áður en úrslitakeppnin hefst.