15/06/2015

Eimskipsmótaröðin-Símamótið

Eimskipsmótaröðin-Símamótið

Var þriðja mót á Eimskipsmótaröðinni að ljúka þessa helgina og var spilað í fyrsta skipti á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Mótið var flott í alla staði og völlurinn ekki síðri. Keppendur voru að skora völlinn misvel því það voru ekki auðveldar aðstæður vegna vinds og þurftum keppendur að vera slá og pútta vel til þess að skila inn góðu skori.

Í karlaflokki var mjög hörð og jöfn keppni og endaði Axel Bóasson í 6-8. sæti á fjórum yfir pari. Var hann sá eini í topp tíu listanum en svo voru þeir Henning Darri Þórðarson og Vikar Jónsson næstir á eftir Axeli. Hann Henning Darri endaði í 14.sæti á níu yfir pari og Vikar var í 17.sæti á tíu yfir pari.

Í kvennafloki  voru þrjár sem enduðu í topp tíu þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Arnórsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir. Hún Signý enaði í 4.sæti á sextán yfir pari og Tinna í 8.sæti á tuttugu og sex yfir pari. Guðrún Brá var með forystu frá fyrsta degi og hélt henni út allt mótið, lýkt og hún gerði á Smáþjóðaleikunum ekki fyrir alls löngu. Vann hún mótið með sex höggum og endaði á sjö yfir pari í heildina, frábær spilamennska hjá henni.

Viljum við óska Guðrúnu Brá til hamingju með sigurinn á Símamótinu.

Axel04

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar