Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 18. skipti á Nesvellinum mánudaginn 4. ágúst nk. Við hvetjum alla Keilismenn og konur að mæta og fylgjast með þessu skemmtilega móti sem í ár verður spilað í þágu einhverfa barna. 

Tíu keppendur hefja leik kl 13.00 þegar Einvígið hefst og dettur einn út á hverri holu þar til tveir standa eftir og spila um sigur á 9 holu. Í ár verða þrír golfarar á vegum Keilis, þau Axel Bóasson, Björgvin Sigurbergsson og Tinna Jóhannsdóttir.

Þátttakendur 2014

Axel Bóasson GK Klúbmeistari GK 2014
Bjarki Pétursson GB Klúbbmeistari GB 2014
Björgvin Sigurbergsson GK Marfaldur Íslandsmeistari
Helga Kristín Einarsdóttir NK Klúbbmeistari NK og Íslandsmeistari unglinga
Hlynur Geir Hjartarson GOS Klúbbmeistari GOS 2014
Kristján Þór Einarsson GKJ Íslandsmeistari í holukeppni 2014
Nökkvi Gunnarsson NK Sigurvegari opinna móta á Nesvellinum 2014
Ólafur Björn Loftsson NK Klúbbmeistari NK 2014
Tinna Jóhannsdóttir GK Íslandsmeistari í holukeppni 2014
Þórður Rafn Gissurarson GR Atvinnumaður í golfi