Í dag var haldið stærsta opna mót sumarsins hjá Golfklúbbnum Keili og var það í samvinnu við epli.is sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Glæsilegir vinningar voru í þessu móti og voru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik og fimm efstu sætin í punktakeppni. Einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Aukaverðlaun voru veitt fyrir sæti 75 og 150 í punktakeppni. Lengsta teighögg á 13. braut og næstur holu á 18. braut í 2 höggum. Dregið var síðan úr skorkortum í verðlaunaafhendingu. 200 kylfingar fylltu hvaleyrina í blíðskaparveðri og sáust mörg tilþrif. Ívar Jónsson GK tók aukaverðlauninn á 18. braut með stæl og setti niður í holu á 2 höggum.

Ívar að taka við verðlaunum fyrir nettan Eagle á 18. braut

Besta skor dagsins í höggleik átti Helgi Runólfsson á 68 höggum. Punktakeppninn var svakaleg barátta og endaði þannig að Jón Þórðarsson sigraði á 39 punktum. Í öðru sæti var Guðmundur Haraldsson  einnig á 39 punktum og í þriðja sæti var Andri Már Ólafsson sem var líka með 39 punkta.

Helgi að taka við verðlaunum sínum fyrir höggleikinn

Golfklúbburinn Keilir og Epli.is þakkar öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir skemmtilegan dag og geta vinningshafar vitjað vinninga á skrifstofu Keilis. Smellið hér fyrir helstu úrslit mótsins.