09/01/2023

Félags- og æfingagjöld 18 ára og yngri.

Félags- og æfingagjöld 18 ára og yngri.

Búið er  að  opna fyrir greiðslu á félags- og æfingagjöldum fyrir börn og ungmenni fæddum árið 2004 og yngri inn á SPORTABLER

Golftímabilið er frá 9. janúar – 17. desember 2023.

Æfinga- og félagsgjaldið er 75.000kr.- yfir árið eða 6.250 kr. pr. mánuð.

Hér er hægt að fara inn á Sportabler.

 

Hægt er að nota frístundastyrkinn sem er 4.500 kr. pr. mánuð hluta af greiðslu við æfingagjöldin.

Einnig er hægt að nota frístundabílinn fyrir krakka í 1.-4. bekk til að keyra sér á golfæfingar.

 

Innifalið í félagsgjaldi Keilis er:

Félagsaðild að Golfklúbbnum Keili.

Þátttaka í æfingahópi í íþróttastarfi barna og ungmenna.

Aðgangur að Sveinskotsvelli og Hvaleyrarvelli* (*53 í forgjöf)

Aðgangur að Golfbox appinu hjá GSÍ

 

Öll upplýsingagjöf fer fram í gegnum Sportabler app eða Keilir.is

Nánari upplýsingar er að finna hér

 

Eindagi á greiðslum á félags- og æfingagjöldum  er 15. febrúar 2023 og er hægt að skipta greiðslunni niður í fjóra hluta ef það hentar betur.

 

Mikilvægt er að hafa samband við íþróttastjóra Keilis (Kalli@keilir.is)ef æfingatímar henta alls ekki. Það er ávallt hægt að finna lausn á þeim málum sem vonandi leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkanda.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 23/06/2025
    Íslandsmót 12 ára og yngri: Fjórar sveitir frá Keili
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025