Vorfundur Keilis verður haldin 30. apríl n.k klukkan 19:30 í golfskála Keilis.

Efni fundarins verður:

1. Tom Mackenzie golfvallararkitekt kynnir skýrslu um skipulag Hvaleyrarvallar.

Eins og fram kom í ársskýrslu Keilis þá var samið viðTom Mackenzie frá golfvalla arkitektastofunni Mackenzie & Ebert um að gera úttekt á skipulagi og hönnun Hvaleyrarvallar. Með þessu vildi Keilir fá utanaðkomandi sýn á endurgerð Hvaleyrarinnar. Afrakstur þeirrar vinnu er yfirgripsmikil skýrsla sem verður kynnt fyrir félagsmönnum. Nálgast má skýrsluna á íslensku með að smella hér eða á Keilir.is undir útgefið efni.

2. Umhverfisvottun Golfklúbbsins Keilis.

Síðastliðin 3 ár hafa starfsmenn Keilis unnið að því að fá hina virtu GEO vottun. GEO vottunin er ein virtasta og mikilvægasta umhverfisvottun sem rekstur golfvalla getur hlotið. Ólafur Þór framkvæmdastjóri og Bjarni Þór vallarstjóri munu stuttlega kynna félagsmönnum hvaða þýðingu það hefur fyrir Keili að fá þessa viðurkenningu.

3. Mótaskrá Keilis fyrir 2014 kynnt.

4. Frambjóðendur í Sveitarstjórnakosningum.

Stjórn Keilis hefur boðið frambjóðendum í Hafnarfirði að koma og svara spurningunni “ Á hvaða hátt tekur ykkar kosningastefnuskrá á stuðningi við Íþrótta- og félagsstarf í bænum”. Frambjóðendur munu fá 2 mínútur hver til að svara spurningunni. Fróðlegt verður að heyra þeirra skoðanir.

5. Fyrirspurnir

Stefnt er að því að fundurinn taki ekki meira en 90 mínútur. Við hvetjum alla félagsmenn til að koma og kynna sér spennandi framtíðarsýn á starfi Keilis..

Stjórn Keilis