Félagsmenn athugið að félagsskírteini Keilis fyrir árið 2012 verða tilbúin mánudaginn 23. apríl, og má vitja þeirra á skrifstofu Keilis á mánudag. Opnunartími á skrifstofu verður frá 8-17.  Aðeins þeir sem greitt hafa félagsgjöldin eða samið um greiðslu þeirra fá félagsskírteinin afhent. Félagsmenn í Golfklúbbnum Keili sem hafa hugsað sér að heimsækja vinavelli Keilis á næstunni þurfa að hafa á sér félagsskírteini með ártalinu 2012, að öðrum kosti ber þeim að greiða fullt vallargjald eins og það er hverju sinni á viðkomandi velli. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu fyrir klukkan 17 og láta taka skirteinin til og þau færð í afgreiðslu Hraunkots enn þar er opnunartími mun rýmri.

Samkomulag við vinavelli tekur gildi 1.maí-30.september 2012