Breyting verður á forkeppni Fjarðarbikarsins í ár þannig að félagsmenn geta tekið þátt alla vikuna frá n.k mánudegi 6. júní til og með mánudeginum 13. júní. Eina sem þarf að gera er að panta sér rástíma samkvæmt rástímareglum Keilis og tilkynna þátttöku í golfverslun áður en leikur er hafinn og greiða 1500 krónur.

Verðlaun í mótinu eru sérstaklega glæsileg.

Leikið er 18 holu punktakeppni vikuna 6-13 júní þar sem 16 leikmenn komast áfram og leika holukeppni með fullum forgjafarmun miðað við vallarforgjöf þangað til úrslit fást um Fjarðarbikarinn. Allir félagsmenn Keilis hafa keppnisrétt.

Verðlaunin í ár eru vegleg:

Undankeppni:

  1. sæti í punktakeppni – úttekt í VF fyrir 30.000,-
  2. sæti í punktakeppni – úttekt í VF fyrir 20.000,-
  3. sæti í punktakeppni – úttekt í VF fyrir 15.000,-

16 manna úrslit:
Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant.

8 manna úrslit:
Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant.

4 manna úrslit:
Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant.

Úrslitaleikur:
Sigurvegari fær Fjarðarbikarinn og úttekt í VF fyrir 50.000 krónur. Annað sæti fær 10.000 úttekt á Rif restaurant