Þá fer að líða að hinni árlegu fyrirtækjakeppni Keilis sem er ein helsta tekjuöflun klúbbsins á hverju ári og verður haldin laugardaginn 7. september n.k.

Verðlaun:

  1. verðlaun Tvær ferðaávísanir uppí golfferð með Heimsferðum að upphæð 100.000 krónur hvor
  2. verðlaun Tvær ferðaávísanir að upphæð 50.000 krónur hjá Icelandair
  3. verðlaun Tvær inneignir hjá Golfklúbbnum Keili að upphæð 50.000 hvor*
  4. verðlaun Tvær inneignir hjá Golfklúbbnum Keili að upphæð 50.000 hvor*
  5. verðlaun Tvö Innkaupakort í Fjarðarkaupum að upphæð 25.000 krónur
  6. verðlaun Tvö 10.000 króna Gjafabréf hjá Matarkjallaranum

Næstur holu á 4. braut Úttekt hjá ECCO að upphæð 30.000 krónur
Næstur holu á 6. braut Úttekt hjá ECCO að upphæð 30.000 krónur
Næstur holu á 10. braut Ferðaávísun hjá Icelandair að upphæð 50.000 krónur
Næstur holu á 15. braut Ferðaávísun hjá Icelandair að upphæð 50.000 krónur

*Hægt að nota í golfmót, golfvöruverslun, golfherma, boltakort, árgjald eða vallargjöld

Innifalið í mótsgjaldi: Grillveisla að hætti Brynju ásamt einum köldum

Skráning á golf.is og póstfanginu budin@keilir.is – Verð á lið kr. 45.000

Keilisfélagar stöndum saman að uppbyggingu svæðisins okkar og hjálpið okkur að safna fyrirtækjum í mótið