Fyrirtækjakeppni Keilis verður haldin á Hvaleyrinni laugardaginn 3. september.

 

Þetta mót er ein helsta fjáröflun klúbbsins ár hvert og við sækjum eftir styrk ykkar. Keilir útvegar fulltrúa ef þarf. 

 

Mótið á sér langa sögu og er ein helsta fjáröflunarleið okkar. Nú leitum við eftir stuðningi ykkar og þátttöku í mótinu en fyrirkomulag þess er þannig að tveir spila saman (Betri bolti) í nafni hvers fyrirtækis og getur Keilir útvegað þátttökufyrirtækjum mannskap ef þörf krefur. 

 

Mótið er sérstaklega veglegt einsog vanalega og haldið til að standa straum af kostnaði við viðamiklar framkvæmdir á vegum Keilis síðustu ár þar sem unnið var að því að stækka og betrumbæta golfvöllinn.

 

Í ár verður heldur betur bætt í verðlaunin þar sem þau fyrirtæki sem verða í þremur efstu sætunum fá sérstaklega veglega auglýsingapakka frá Torgi ehf sem rekur, frettabladid.is, Fréttablaðið og Hringbraut.

 

Nánari upplýsingar um mótið má finna í viðhengi en mótsgjald er 65.000 krónur.

 

Innifalið í því er grillveisla og drykkur að móti loknu fyrir keppendur.

 

Skráning fer fram á netfanginu vikar@keilir.is