Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda Fyrirtækjakeppni Keilis á morgun einsog til stóð. Slæm veðurspá og stemningin hjá fyrirtækjum ekki góð sem ætluðu að taka þátt.

Það er okkur mjög annt að dagurinn sé skemmtilegur fyrir alla og því ætlum við að fresta mótinu þangað til sunnudaginn 9. september n.k.

Þau fyrirtæki sem eru skráð eru vinsamlegast beðin um að afskrá sig á budin@keilir.is ef þessi tími hentar ekki og að sjálfsögðu þá bjóðum við öll fyrirtæki velkomin að skrá sig á nýrri dagsetningu ef hún hentar betur.