17/07/2020

Fyrsta keppnisdegi aflýst

Fyrsta keppnisdegi aflýst

Mótsstjórn Hvaleyrarbikarsins hjá Golfklúbbnum Keili hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa fyrsta keppnisdegi mótsins vegna veðurs. Ef veður leyfir verður keppt á morgun, laugardag, og á sunnudag en mótið er stigamót á mótaröð GSÍ.

Til stóð að leiknar yrðu 54 holur og er mótinu því breytt í 36 holu mót í staðinn. Fyrsti keppnisdagur átti að fara fram í dag einsog fram hefur komið.

Vonskuveður er víða um land og reyndir menn könnuðu aðstæður á Hvaleyrarvelli í morgun áður en ákvörðunin var tekin. Ekki er heldur útlit fyrir að veðrið skáni fyrr en undir kvöld samkvæmt veðurspá.

Rástímar sem lágu fyrir í dag færast yfir á morgundaginn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar