14/03/2016

Gísli lék á sex höggum undir pari og endaði í fjórða sæti á háskólamóti

Gísli lék á sex höggum undir pari og endaði í fjórða sæti á háskólamóti

Gísli Sveinbergsson endaði í fjórða sæti á háskólamóti sem fram fór á The Dunes vellinum um helgina. Gísli, sem leikur fyrir Kent háskólaliðið, lék hringina þrjá á -6 samtals en hann lék lokahringinn á pari vallar eða 72 höggum. Gísli var í öðru sæti fyrir lokahringinn eftir að hafa leikið á 70 og 68 höggum. Gísli,  er á sínu fyrsta ári með Kent háskólaliðinu.

Bjarki Pétursson, úr Golfklúbbi Borgarness, er einnig í Kent háskólaliðinu. Bjarki lék hringina þrjá á +10, (74-75-80) og endaði hann í 64. sæti. Bjarki er einnig á fyrsta ári sínu með Kent háskólaliðinu sem er staðsett í Ohio fylki.

Lokastaðan smellið hér


Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar