Guðrún Brá lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og endaði í 12. sæti í einstaklingskeppninni í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið heitir Ron Moore Intercollegiate. Hún lék samtals á einu höggi yfir pari í heildina (75-73-69) og var á lægsta skorinu í sínu liði.

Hún og liðsfélagar hennar í Fresno State urðu í 9. sæti á 21 höggi yfir pari.

Næsta mót verður haldið í Las Vegas í lok október.