Guðrún og golfliðið hennar í Fresno State enduðu í 3. sæti á Rebel Intergollegiate mótinu sem fram fór um helgina.

Guðrún lék best allra í sínu liði eða á fjórum höggum yfir pari (76,74,70) og endaði í 8. sæti af 90 keppendum. Hún hefur leikið mjög vel undanfarið og hefur verið með besta skor af liðsfélögum undanfarin þrjú mót í röð.

Næsta verkefni hjá Guðrúnu og liðsfélögum hennar verður 18.-20. apríl. Þá verður leikið á Mountain West meistaravellinum (Dinah Shore) í Kaliforníu.