Þá er það komið, hola í höggi á 17. brautinni! Það var hann Ingvar Ingvarsson sem náði þeim merka áfanga að slá holu í höggi fyrstur allra á nýju 17. holunni. Samkvæmt kappanum þá var þetta létt 7. járn með vindið í fangið. Holan mældist 137 metrar. Í tilefni þess að Ingvar er fyrstur til að fara holu í höggi þá var að sjálfsögðu ráshópnum boðið uppá freyðivín í tilefni dagsins.