Þá er starfsemin hjá okkur að fara á fullt. Til stendur að hafa Hreinsunarmótið 9. maí n.k, tilhögun á Hreinsunardeginum og skráning verður nánar auglýst eftir helgi. Stendur til að bjóða félagsmönnum að nýta síðustu dagana í næstu viku til að taka til hendinni þegar þeim hentar í afmörkuðum verkefnum og öðlast þannig þátttökurétt í Hreinsunarmótinu sem fer fram sunnudaginn 9. maí n.k. Venjuleg rástímaskráning hefst síðan mánudaginn 10. maí, hægt verður að panta tíma einsog á síðasta ári með 6. daga fyrirvara á golfboxinu og geta félagsmenn haft 4 virkar skráningar í gangi hverju sinni.

Vallarstarfsmenn vinna baki brotnu að koma vellinum í gang þessa dagana og fór fram annar sláttur á árinu í dag. Golfvöllurinn virðist vera að koma vel undan vetri.