Þá er formlega lokið sumrinu hjá okkur í Keili. Í dag miðvikudaginn 16. nóvember var fært af sumarflötun og inná vetraflatir á Hvaleyrinni og Hraunvellinum hefur verið lokað fyrir golfleik. Nú er ekkert annað enn að bíða eftir vorinu sem vonandi kíkir á okkur snemma á 50 ára afmæli Keilis. Enn einsog Keilisfélagar ættu að vita þá verður Golfklúbburinn Keilir 50 ára á árinu 2017. Við viljum einnig minna á Aðalfund Keilis enn hann verður haldinn 13. desember n.k í golfskála Keilis.