Hvaleyrarvöllur, hlotnaðist á dögunum sá mikli heiður að vera valinn 15. besti golfvöllur Norðurlandanna í viðamikilli úttekt tímaritsins Golf Digest Sweden.

„Ég var orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á fyrsta teig – ég var samt efins um að þetta væri raunveruleikinn. Ég beið eftir grínholunni en hún kom bara aldrei – þetta er toppvöllur,“ segir í umsögn Golf Digest um Hvaleyrarvöllinn en óhætt er að segja að gæði og fegurð Hvaleyrarvallar hafi komið blaðamönnum tímaritsins rækilega á óvart.

Á meðal golfvalla sem enda neðar en Hvaleyrarvöllur er vel þekktir danskir og sænskir keppnisvellir, s.s PGA of Sweden National Links, Scandinavian GK New Course og svona má lengi áfram telja.

„Það er frábært að fá svona umsögn og styrkir okkur í því að gera enn betur í framtíðinni. Á næstu árum verða gerðar umtalsverðar breytingar á Hvaleyrarvelli og við eigum því enn mikið inni. Svona umsögn er hvetjandi fyrir okkur í Keili og ekki síst Hafnarfjarðarbæ að eiga golfvöll sem vekur athygli hjá erlendum kylfingum,“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis.

Viðurkenningin er frábært veganesti inn í stórafmælisár golfklúbbsins sem fagnar árið 2017 fimmtíu ára afmæli sínu. Af því tilefni verður Íslandsmótið í höggleik haldið á Hvaleyrarvellinum auk þess sem nýjar brautir verða teknar í notkun á Hvaleyrarholtinu, seinni 9 holum vallarins.

Til hamingju Keilisfólk!!