22/08/2023

Íslandsmót barna og unglinga á Korpunni og í Eyjum.

Íslandsmót barna og unglinga á Korpunni og í Eyjum.

Íslandsmóti yngri kylfinga  U12 og U14 ára og unglinga U16 og U21 ára lauk um helgina.

Yngri kylfingar Keilis léku á Korpunni þar sem hlutfall keppenda frá Keili var 20%. Þau eldri léku í Eyjum þar sem hlutfall Keiliskeppenda var 9%. Leiknar voru 27 holur hjá þeim yngstu en 54 holur í öllum öðrum flokkum.

Í flokki 12 ára og yngri strákar varð Halldór Jóhannsson í 2. sæti. í þessum flokki átti Keilir sjö leikmenn inn á topp 20.

Í flokki 12 ára og yngri stelpur varð Sólveig Arnardóttir í 4. sæti. Keilir átti 20% af keppendum í þessum flokki.

Í flokki 14 ára og yngri var Óliver Elí Björnsson í 3. sæti. Í þessum flokki átti Keilir sjö kylfinga af 40 keppendum.

Í flokki 14 ára og yngri stelpur voru þrír keppendur frá Keili og endaði Tinna Alexía Harðardóttir í 11. sæti.

Í flokki U16 ára endaði Hjalti Jóhannsson í 9. sæti af 20 keppendum.

Keilir átti engan keppanda í stelpuflokki U16 ára.

Í flokki U21 ára varð Svanberg Addi Stefánsson í 3. sæti á tveimur undir pari vallar.

Í flokki U21 ára stelpur varð Guðrún Birna Snæþórsdóttir í 10. sæti.

 

Keilir óskar öllum Íslandsmeisturum í öllum flokkum og verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 16/01/2025
    Stjórn Keilis samþykkir reglur vegna biðlista​
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 23/12/2024
    Jólakveðja frá Keili
  • 12/12/2024
    Gjafabréf í jólapakkann
  • 09/12/2024
    Innheimta félagsgjalda 2025
  • 07/12/2024
    Frá aðalfundi: Máni hlaut Framfarabikar karla