Síðustu helgi lauk Íslandsmótinu í höggleik á Akranesi. Voru frábærar aðstæður á Leynisvellinum og fengu keppendur stórkostlegt veður alla fjóra keppnisdagana. Keilisfólkið spilaði frábært golf og eignuðumst við nýjan Íslandsmeistara. Signý Arnórsdóttir sigraði kvennaflokkinn og setti um leið mótsmet með lokaskori á einum yfir pari. Var gríðarleg mikil spenna hjá konunum  á lokaholunum því hún Valdís Þóra var aðeins einu höggi á eftir henni Signýju þegar mótinu lauk. Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 4.sæti á níu yfir pari og Tinna Jóhannsdóttir var í 5.sæti á tíu yfir pari.

Í karlaflokknum var ekki alveg eins mikil spenna, Axel Bóasson endaði efstur af Keillismönnum á sjö undir pari í 2.sæti á eftir honum Þórði Rafni sem hampaði Íslandsmeistartitlinum.  Tveir aðrir Keilismenn enduðu á meðal þeirra tíu efstu í mótinu, þeir Rúnar Arnórsson og Henning Darri Þórðarson. Rúnar endaði í 6.sæti í mótinu á tveimur höggum yfir pari og hann Henning Darri var í 9.sæti á fjórum höggum yfir pari.

Var þetta frábær árangur hjá Keilisfólkinu okkar á þessu Íslandsmóti og viljum við óska henni Signýju enn og aftur til hamingju með titilinn.

IMG_1652