Verið velkomin á Íslandsmótið 2017 sem fram fer á Hvaleyrarvelli í tilefni af 50 ára afmæli Golfklúbbsins Keilis.

Við hjá Keili erum afar stolt af því að opna þrjár nýjar og glæsilegar golfholur og hlökkum til að sjá fremstu kylfinga landsins spreyta sig á þeim.
Við bjóðum einnig upp á fjölskylduhátíð með sérstakri dagskrá fyrir börnin á miðju keppnissvæðinu og er það von okkar að fjölskyldufólk fjölmenni til okkar í Hafnarfjörðinn.
Að fylgjast með Íslandsmótinu í golfi er frábær skemmtun, komið og sjáið úrvals kylfinga í mikilli nálægð.

Næg bílastæði verða í kringum mótssvæðið eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan.

Á myndbandi hér fyrir neðan má sjá gönguleiðina inn á svæðið.