27/07/2013

Jónar Transport úrslit

Jónar Transport úrslit

Í dag var opna Jónar Transport golfmótið haldið á Hvaleyrarvelli og er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi verið í geggjuðu stuði og kastað fram spánarveðri með hægum vind. Þetta mót hefur verið haldið árlega hjá okkur og mun væntanlega vera svo um ókomin ár, enda almenn ánægja með mótið. Í ár luku 166 kylfingar keppni þar sem í boði voru verðlaun fyrir höggleik og svo var keppt í punktakeppni. Að sjálfsögðu voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum vallarins og tók Vignir Jónsson GSE þetta alla leið á 4. braut og tryggði sér nándarverðlaun með að fara holu í höggi og óskum við honum til hamingju með afrekið. Sigurvegari í höggleik varð Ottó Sigurðsson GKG á 70 höggum og sigurvegari í punktakeppni varð Trausti Bragasson GK á 39 punktum. Til að sjá öll helstu úrslit smellið hér. Golfklúbburinn Keilir og Jónar Transport þakkar öllum keppendum fyrir flott mót.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025