Stjórn Golfklúbbsins Keilis barst á dögunum meðfylgjandi bréf frá stjórn Golfsambands Íslands vegna framkvæmdar, laga og reglugerða, tengdum sveitakeppnum. Golfsambandið sá ástæðu til að fara yfir þessi mál vegna sveitakeppni kvenna síðast liðið sumar. Stjórn þess hefur í vetur ásamt dómaranefnd  farið yfir reglugerðir og framkvæmd mótsins. Stjórn Golfklúbbsins Keilis vill þakka fyrir þessa vinnu og hrósa Golfsambandinu fyrir vel unnin störf. Bréfið hefur skýrt margt í framkvæmd mótsins og mun verða leiðarljós til framtíðar. Samhliða þessu hefur Golfsambandið unnið að breytingum á reglugerð vegna sveitakeppna.

Hér skal ítrekað, að keppendur klúbbsins og stjórn, hafa  aldrei gert athugasemd um niðurstöðu mótsins.  Enda skoðun okkar að þegar keppendur takast í hendur, og handsala úrslit, þá sé leik lokið.

Bréf vegna sveitakeppni kvenna mars 2014

Dómaranefnd GSÍ fundargerð 036 2013-11-06