16/04/2015

Golfskálinn breytist í vettvang morðs og spennu

Golfskálinn breytist í vettvang morðs og spennu

Mikið er um að vera í golfskálanum okkar í dag. Verið er að taka upp framhaldsþætti sem sýna á um næstu jól á einni af sjónvarpstöðvunum. Þetta er eitt stærsta verkefnið að sinni gerð á Íslandi og er framleiðslukostnaður um 800 milljónir. Baltasar Kormákur leikstýrir ásamt fleiri leikstjórum og er verið að nota Sælakot sem skrifstofu Hótelstjóra í þátttunum.

IMG_0699

Þættirnir eru spennuþættir, og kemur arininn sér vel, þar sem hótelstjórinnn brennir bókhaldið í örvæntingu sinni í einu atriðinu. Alls koma 50 manns að upptökunum í dag og líkur þeim á einum degi.

IMG_0698

Þættirnir gerast á Siglufirði og þótti Sælakot og golfskálinn henta sérstaklega vel í þeim senum sem snúa að Hótelstjóranum og skrifstofu hans. Það verður gaman að fylgjast með sýningu þátttanna um næstu jól og sjá golfskálann okkar spinnast inní lygavef, morð og hörkuspennu.

IMG_0697

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla