Keilir fékk endurnýjun á viðurkenningu sem FYRIRMYNDARFÉLAG ÍSÍ á hreinsunardegi Keilis í gær.

Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis og Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis tóku á móti viðurkenningunni frá Andra Stefánssyni framkvæmdarstjóra ÍSÍ.

“Keilir hefur verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2017. Eitt af mínum fyrstu verkefnum í starfi sem íþróttastjóri Keilis var að gera golfklúbbinn að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ og skiptir það okkur miklu máli að fá endurnýjunina í dag til að geta vísað í á einum stað, stefnur, markmiðum, þjálfunaraðferðir og öllum þeim fjölmörgu atriðum  sem að tengist öllu okkar góða starfi” segir Karl Ómar.

“Þetta er tvímælalaust gæðastimpill og fyrir okkur skiptir það enn meira máli að sýna í verki að allt sé til fyrirmyndar í öllu okkar íþróttastarfi” sagði Guðbjörg Erna formaður Keilis að lokum.

 

Á myndinni eru Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis, Andri Stefánsson framkvæmdarstjóri ÍSÍ og Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis.