Um helgina fór fram Íslandsmót golfklúbba í Karla og Kvennaflokki. Karlasveitin gerði sér lítið fyrir og sigraði GKG í úrslitaleiknum og er þetta í 14. sinn sem Keilir fagnar sigri í þessari keppni (1971, 1977, 1978, 1988, 1989, 1990, 1991, 1993, 2000, 2008, 2013, 2014, 2016). Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson sigruðu Alfreð Brynjar Kristinsson og Egil Ragnar Gunnarsson í fjórmenningsleiknum 4/1, Axel Bóasson bætti við einum sigri fyrir Keili gegn Aroni Snæ Júlíussyni 5/4 og Gísli Sveinbergsson tryggði sigurinn með 4/3 sigri gegn Ragnari Má Garðarssyni. Tveimur leikjum var þá ekki lokið og sömdu þeir um jafntefli en þar áttu við Birgir Leifur Hafþórsson, GKG – Vikar Jónasson GK, Rúnar Arnórsson GK og Ólafur Björn Loftsson GKG. Mjög svo glæsileg framistaða hjá piltunum og Björgvin Sigurbergssyni þjálfara þeirra. Kvennasveit Keilis gekk ennig mjög vel og fór alla leið í úrslitaleikinn og var leikið gegn feykisterku liði GR. Það fór svo að lið GR hafði sigur í úrslitaleiknum 4 1/2 gegn 1/2. Úrslitaleikurinn var mjög spennandi og óskum við GR til hamingju með sigurinn. Liðin okkar voru þannig skipuð:

Karlasveit Keilis var þannig skipuð:

Andri Páll Ásgeirsson

Axel Bóasson

Rúnar Arnórsson

Gísli Sveinbergsson

Henning Darri Þórðarson

Sigurþór Jónsson

Vikar Jónasson

Benedikt Sveinsson

Liðstjóri: Björgvin Sigurbergsson

Kvennasveit Keilis var þannig skipuð:

Anna Sólveig Snorradóttir

Gunnhildur Kristjánsdóttir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Helga Kristín Einarsdóttir

Hafdís Alda Jóhannsdóttir

Jódís Bóasdóttir

Signý Arnórsdóttir

Þórdís Geirsdóttir

Liðstjóri: Karl Ómar Karlsson

Keilirislm2

 

 

 

 

keilirkvenna