Nú um helgina er haldnar sveitakeppnir í öllum aldursflokkunum krakka og unglinga enn það eru aldursflokkarnir, 15 ára og yngri og 16-18 ára í bæði stelpu og strákaflokkum. Keilissveitirnar hafa verið að spila frábærlega um helgina og keppa um gullið í öllum flokkum. Má segja að krakkarnir séu að setja punktinn yfir i-ið eftir frábært gengi í allt sumar. Vonum við að sem flestir Íslandsmeistaratitlar komi í hús nú í eftirmiðdaginn. Einnig er keppt í sveitakeppni öldunga í kvenna- og karlaflokki og eru Keilisveitirnar  báðar að keppa um 3-4 sætið enn sú keppni er haldin á Flúðum.