Keppendur voru mættir snemma til að æfa sveifluna í Hraunkoti fyrir 1. dag meistaramótsins. Í Hraunkoti verða grasdagar alla vikuna og gefst öllum gestum Hraunkots því að slá af grasi á meðan á mótinu stendur. Þeir voru mættir snemma keppendur í 4. flokki karla til að teygja búkinn og hristann fyrir átök dagsins. Enda frábært veður á Hvaleyrinni í morgunsárið, þá er bara að vona að hafgolan nái sér ekki á strik í dag og næstu daga. Alls eru um 400 keppendur í Meistaramótinu þetta árið og því segjum við “Gangi ykkur vel og góða skemmtun”.

Allar merktar FJ vörur verða á 25% afslætti í golfversluninni á meðan á mótahaldi stendur.