Kvennastarf Keilis 2013 byrjar í kvöld, miðvikudaginn 16. janúar með fyrsta púttmóti vetrarins. Haldin verða mót næstu 8 miðvikudaga, spilaðir eru tveir hringir og sá betri telur. Púttmeistari Keiliskvenna 2013 verður síðan sú sem er með besta samanlagt skor úr 4 hringjum.

Púttmótin eru frá kl. 19:00 – 20:00, mikilvægt er að mæta tímanlega. Eftir hringinn er upplagt að setjast niður í kaffi á efri hæðinni.

Nýjar konur í Keili eru sérstaklega hvattar til að koma á púttkvöldin því þau eru tilvalin vettvangur til að kynnast öðrum konum í klúbbnum.

Keppnisfyrirkomulag púttmótanna
Mótin hefjast kl. 19:00
Leiknar eru 2 x 18 holur
Mótsgjald kr.500. – ekki eru tekin kort.

Við bendum á að Kvennastarf Keilis er komið með hóp á fésbókinni. Konur í klúbbnum eru hvattar til að ganga í þann hóp, þar eru birtar fréttir og myndir úr starfinu. Þær konur sem vilja vera á póstlista kvennastarfsins og eru þar ekki nú þegar eru beðnar að senda póst á kvennastarfkeilis@internet.is.