29/09/2013

Lokahóf Kvennastarfsins

Lokahóf Kvennastarfsins

Verðlaunaafhending fyrir sumarmótaröð kvennastarfsins var haldin fimmtudagskvöldið 26. september. Veitt voru verðlaun í tveimur forgjafaflokkum og einnig hjá þeim sem eingöngu spila á Sveinskotsvelli. Fyrstu verðlaun í forgjafaflokki 0 – 18 var Þórdís Geirsdóttir með 133 pkt. fyrir 4 bestu mótin og í forgjafaflokki 18.1 – 34.4 Guöbjörg Erna Guðmundsdóttir með 141 pkt fyrir 4 bestu mótin.  Á Sveinskotsvelli var Vilborg Gísladóttir með besta árangurinn 69 pkt fyrir 4 bestu mótin, en á Sveinskotsvelli eru spilaðar 9 holur.

Úrslitin sumarmótaraðarinn voru þegar 4 bestu mótin telja.

Forgjafaflokkur 0 – 18
Þórdís Geirsdóttir

133

Anna Snædís Sigmarsdóttir

128

Helga Gunnarsdóttir

127

Jónína Kristjánsdóttir

126

Þorbjörg Albertsdóttir

121

 

Forgjafaflokkur 18.1 – 34,4
Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir

141

Elna Christel Johansen

138

Dröfn Þórisdóttir

128

Lilja Bragadóttir

127

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

126

 

Breyting verður á kvennanefndinni á komandi starfsári. Ingveldur Ingvarsdóttir formaður kvennanefndar hætti í nefndinni eftir 5 ára starf sem formaður nefndarinnar og einnig hætti Þórdís Geirsdóttir í nefndinni. Nýjar konur komu í nefndina þær Ásgerður Ingólfsdóttir og Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir. Formaður kvennanefndar á næsta starfsári verður Anna Sigríður Gunnarsdóttir. Aðrar í kvennanefnd eru Birna Ágústsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Hjördís Sigurbergsdóttir.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar