Hvaleyrarvöllur verður lokaður frá fimmtudegi til sunnudags. Einnig verður Sveinskotsvöllur lokaður um helgina. Til þess að reyna að mæta þessari lokunum höfum við komist að sérstöku samkomulagi við tvo golfklúbba, Brautarholt og Setberg, meira um það hér neðar í póstinum.

Við minnum Keilisfélaga að nota vinavellina okkar enn þeir eru alls 9 talsins.

Einnig fá Keilisfélagar 50% afslátt af öllum vallargjöldum hjá öllum golfklúbbum innan GSÍ á meðan mótið fer fram og hljómar 3. grein Móta og Keppendareglna GSÍ svona.

3. gr.
Íslandsmeistaramót og önnur landsmót
Ákvörðun GSÍ um öll Íslandsmeistaramót og stigamót skal tekin á stjórnarfundi GSÍ og kynnt
golfklúbbum með hæfilegum fyrirvara. Félagar þeirra klúbba sem halda Íslandsmeistaramót eða
stigamót GSÍ geta leikið á öðrum golfvöllum með greiðslu 50% vallargjalds gegn framvísun
félagsskírteinis, þegar áðurnefnd mót loka eðlilegum leik.

1500 krónur í Brautarholtið

Við erum búinn að komast að sérstöku samkomulagi við Brautarholt, og þurfa Keilisfélagar að greiða þar einungis 1500 krónur fyrir hringinn (18 holur). Félagsmenn geta pantað tíma frá fimmtudegi til sunnudags frá og með deginum í dag. Tilvalið fyrir blíðuna um helgina að leika þennan stórglæsilega völl í sínu einstaka umhverfi.

Setbergið frítt!

Þá verður hægt að leika Setbergsvöllinn, fimmtudag og föstudag frítt. Engar rástímapantanir eru í Setbergi og er nægjanlegt að mæta á svæðið og hefja leik ef enginn er á undan útá völl. Komið við í skála áður enn leikur hefst.