Þá er komið að því að gefa Hvaleyrarvelli hvíld það sem eftir lifir veturs. Frost hefur myndast í jörðu og erfitt að sjá fram á að það muni fara úr því sem komið er.

Vonandi verða komandi mánuðir mildir og góðir svo völlurinn komi vel undan vetri næsta vor.

Sveinskotsvöllur verður opin áfram inná sumarflatir og látum við tímann leiða í ljós hvenær verður sett inn á vetrarflatir þar. Mottuskylda er á vellinum og biðjum við alla um að virða það. Mottur eru staðsettar við fyrsta teig

Vallarstarfsmenn vilja þakka félagsmönnum fyrir sumarið og hlakka til næsta árs.