Markús Marelsson 15 ára kylfingur í Golfklúbbnum Keili sigraði á golfmóti sem er á British junior mótaröðinni sem haldin var um helgina.

Leikið var af hvítum teigum á Witney Lakes vellinum í Oxfordshire sem er PAR 71.

Markús lék á 74 höggum við erfiðar aðstæður og sigraði með fjórum höggum.

Keilir óskar Markúsi til hamingju með titilinn.