02/07/2017

Meistaramótið 2017 hafið

Meistaramótið 2017 hafið

Sveinn Sigurbergsson stjórnarmaður í golfklúbbnum Keili setti 50. Meistaramót Keilis með formlegum hætti og það var svo Jón Alfreðsson sem sló fyrsta höggið í ár.
Hvaleyrin heilsaði með frábæru veðri og völlurinn í toppstandi að vanda hjá Bjarna vallarstjóra og starfsmönnum hans. Þeir leggja mikið á sig alla mótsdagana við að hafa völlinn í flottu standi og eiga mikið hrós skilið. Fyrsti dagurinn lofar mjög góðu og veðrið í augnablikinu að leika við okkur. Þegar þetta er skrifað eru 270 keppendur skráðir til leiks og er enn tími fyrir þá sem hefja leik á miðvikudag að skrá sig. Alla mótsdagana verða sett út nándarverðalun á 10. holu og golfverslun Keilis mun verða með einhver tilboð til félagsmanna. Einnig ber að geta að Meistaramót barna 2017 er spilað á Sveinskotsvelli og hefja börnin leik kl 12:00 í dag. Við óskum öllum góðs gengis og næstu dagar verða einstaklega skemmtilegir og líflegir og við hvetjum alla að kíka við í glæsilegan golfskála Keilis á meðan mótið stendur yfir.

IMG_1661 (2)
Jón Alfreðsson sló fyrsta höggið í ár
IMG_1659 (2)
Baldvin Björnsson kom svo næstur

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar