14/01/2020

Miklar viðhaldsframkvæmdir í gangi

Miklar viðhaldsframkvæmdir í gangi

Vetrarmánuðurnir eru notaðir í að dytta að ýmsum hlutum í starfsemi okkar. Nú þessa dagana vinna starfsmenn okkar að tveimur frekar stórum verkefnum.

Annarsvegar er verið að taka allt eldhúsið í golfskálanum í gegn og setja varanlegt epoxy á veggi og gólf. Má segja að verið sé að yfirvara allt að 30 ár af viðbætum og allskonar breytingum sem hafa verið gerðar. Einfalda og laga allt heila klabbið Einnig er verið að koma í veg fyrir leka sem hafa verið að hrjá okkur uppá síðkastið og svo stórbæta útblástur frá eldhúsinu.

Þá er verið að skipta út teppinu í stóra salnum á púttflötinni Hraunkoti. Teppið var orðið úrsérgengið og löngu tímabært að skipta því út, hallin í gólfinu á púttflötinni verður bættur og holum fjölgað aftur í 18. Vonandi stöndum við uppi með mun skemmtilegri púttflöt

Öll þessi vinna á að klárast í næstu viku. Gert er ráð fyrir því að púttflötin opni n.k laugardag og eldhúsið verði klárt fyrir Þorrablótið okkar sem fer fram föstudaginn 24. janúar.

Við þökkum sýndan skilning meðan á framkvæmdunum stendur.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar