Senn líður að lokum á þessari golfvertíð, óhjákvæmilega verðum við að loka eða minnka fyrir suma af þeirri þjónustu sem gestir og félagsmenn Keilis eru vanir.

Golfverslunin verður opin yfir helgina 3-4 október. Á mánudaginn mun golfverslunin verða áfram verða opin enn eingungis á skrifstofutíma á virkum dögum.

Veitingasalan mun einnig minnka opnunartímann eftir helgi. Og verður golfskálinn einnig því einungis opinn á skrifstofutíma.

Það eru engin áform um að loka golfvöllunum enn sem komið er fyrir félagsmenn enn við lokum fyrir bókanir á utanfélagsmönnum mánudaginn 5. október.

Þeir sem eru með áskrift af golfbílum geta áfram notað þá á skrifstofutíma á virkum dögum og er í síðasta lagi hægt að skila þeim klukkan 16:00.