21/05/2012

Mótaskrá Keilis 2012

Mótaskrá Keilis 2012

Þá er mótaskrá 2012 tilbúin, unnið er að setja hana inná golf.is þessa dagana. Með að smella á mynd geta félagsmenn fengið hana í læsilegra formi en sú sem mun birtast á golf.is.

Eftir viðhorfskönnun sem var gerð í haust á meðal félagsmanna kom í ljós krafa um færri mót og þá sérstaklega á haustin þegar félagsmenn hafa minni tíma til umráða og daginn tekur að stytta.

Við það var stuðst við gerð þessarar mótaskrár. Helstu breytingar frá mótahaldi síðasta árs er að það eru einungis 3 dagar undir mótahald á vegum GSÍ en voru 9 dagar, innanfélagsmótum hefur verið fækkað svo og haustmótum. Einnig hefur verið reynt eftir fremsta megni að stýra svokölluðum boðsmótum fyrirtækja fyrir hádegi og hafa völlinn þannig tilbúin til almennrar notkunar eftir kl 15:00, er það markmið sem tekur nokkur ár að ná vegna eldri samninga. Mótahald er stór tekjulind hjá klúbbnum og þarf að taka tíma í að skera þær tekjur niður.

Mótanefnd óskar félagsmönnum gleðilegs sumars og gangi okkur öllum vel að lækka forgjöfina okkar í ár.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar