Í ágúst og september eru golfnámskeið sem vert er að huga að.

Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga allt frá byrjendum til lengra komna. Námskeiðin eru öllum opin, ekki einungis félagsmönnum Keilis.

VELKOMIN Í GOLF  helgarnámskeið

– Námskeið fyrir þau sem eru að byrja í golfi eða vilja kynna sér íþróttina.

laugardagur 20. ágúst og sunnudagur 21. ágúst kl. 10:00 til 12:00 báða dagana.

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ í golfi

laugardagur 3. september og sunnudagur 4. september kl. 10:00 til 12:00 báða dagana.

STUTTA SPILIÐ OG TEIGHÖGGIN

16.,18., 23. og 25. ágúst klukkan 18:00 eða kl. 19:00

Farið er í grunnatriði í tækni varðandi:lágu vippin, 10-50 m fleyghögg inn á flatir, glompuhögg, stutt, milli og löngu pútinn, teighöggin.

Kennarar eru þeir Kalli og Bjössi PGA golfþjálfara Keilis.

Verð er 15.000 kr. og eru kúlur innifaldar í námskeiðinu. Hægt er að fá lánaðar kylfur.

Skráning er á karl.omar.karlsson@grundaskoli.is