Þar sem það er farið að dimma snemma á kvöldin ætlum við að breyta bókunarkerfinu okkar á rástímum frá og með miðvikudeginum 16. september til þess að koma til móts við okkar félaga þannig að sem flestir komast í golf.

Fyrsta breytingin er sú og hefur hún nú þegar tekið gildi er að þeir kylfingar sem eru ekki í Keili geta einungis bókað sig með eins dags fyrirvara.

Stærsta breytingin verður þó sú að hægt verður að bóka sig á 9 holur og þá bæði á 1. og 10. teig, seinnipart dags.

Dagarnir/rástímaskráning verða því settir svona upp:

Keilir haust – Keilir 18 holur 06:30 – 13:50. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma þurfa ekki að bóka sérstaklega seinni 9 holurnar vilji þeir halda áfram.

Keilir haust – Keilir FYRRI 9 14:00 – 22:00. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa þá að bóka sig á rástíma á 10. teig (Keilir seinni 9. 16:10 – 20:00) til þess að spila seinni 9.

Keilir haust – Keilir SEINNI 9 16:10 – 22:00

Er það okkar von að þetta verði til þess að enn fleiri Keilisfélagar geti notið þess að spila golf á Hvaleyrarvelli nú á haustmánuðum.