Hraunkot golfæfingasvæði Keilis verður að sjálfsögðu opið um páskana og hvetjum við alla kylfinga að nota tækifærið og viðra sveifluna og kylfurnar. Fyrir þá allra hörðustu er gamla skýlið opið allan sólarhringinn. Ef svalt er úti er hægt að fara í golfhermana okkar og prófa heimsfræga velli í 20 gráðu hita. Til að bóka tíma í hermunum er hægt að hringja í s:565 3361 eða bóka á heimasíðu Keilis. Að sjálfsögðu er opið á Sveinskotsvöll og tilvalið að labba nokkrar holur þar.

Golfklúbburinn Keilir óskar öllum gleðilegra páska.

Golfhermar