Keppendum á Íslandsmótinu í höggleik býðst gjaldfrjáls afnot af æfingaaðstöðu í Hraunkoti ásamt æfingaboltum. Gegn framvísun miða, sem keppendur fá við staðfestingu á þátttöku í afgreiðslu golfskálans, fæst nesti útá völl í eftirlitshúsi við 10. teig. Samlokur, bananar og drykkir.
Einnig í teiggjöf fylgja FootJoy sokkar, 3x Titleist Pro V1 golfkúlur,  flatargaffall, típoki, flatarmerki, vallarvísir og miði á lokahófið á sunnudaginn.
Lokahófið hefst kl 20.00 í golfskálanum og eru makar keppenda boðnir velkomnir.
Golfklúbbburinn Keilir og Golfsamband Íslands óskar ykkur góðs gengis á Íslandsmótinu!