04/07/2012

Rúnar og Tinna efst eftir fyrsta hring

Rúnar og Tinna efst eftir fyrsta hring

Rúnar Arnórsson leiðir í meistaraflokki karla eftir frábæran fyrsta hring og lék hann á 66 höggum. Í öðru sæti einu höggi á eftir er Axel Bóasson á 67 höggum, í þriðja sæti var annar ungur og efnilegur kylfingur Dagur Ebenezarson á 69 höggum. Má heldur betur segja að flokkurinn byrji vel og lofi góðu um framhaldið. Í Meistaraflokki kvenna leiðir Tinna Jóhannsdóttir en hún lék hringinn á 70 höggum. Þremur höggum þar á eftir á 73 höggum er Signý Arnórsdóttir. Í þriðja sæti er margfaldur klúbbmeistari Þórdís Geirsdóttir enn hún lék á 79 höggum. Greinilegt að það mun sjást flott golf á næstu dögum á Hvaleyrinni.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar