03/05/2016

Setberg og Keilir í samstarf um umhirðu Setbergsvallar

Setberg og Keilir í samstarf um umhirðu Setbergsvallar

Golfklúbburinn Setberg og Golfklúbburinn Keilir hafa gert með sér samning vegna umhirðu á Setbergsvelli árið 2016.

Samningurinn felur það í sér að Bjarni Hannesson vallarstjóri á Hvaleyrarvelli hefur yfirumsjón með umhirðu á Setbergsvelli.

Golfklúbburinn Keilir mun útvega starfsmann sem starfar á Setbergsvelli ásamt því að sjá um alla þá sérfræðiþjónustu sem þörf er á, s.s. ráðgjöf, áburðargjöf, söndun, götun og sáningu.

Það er markmið aðila samningsins að umhirða Setbergsvallar verði enn betri en hún hefur áður verið. Golfklúbburinn Keilir hefur yfir að ráða mikilli sérþekkingu og fjölbreyttum tækjakosti sem ætti að nýtast til þess að ná þessu markmiði.

Það er mikil hagræðing fólgin í þessum samningi fyrir báða aðila og verður vonandi til þess að auka til muna það góða samstarf sem ávallt hefur verið á milli þessara tveggja hafnfirsku golfklúbba.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar