Það hefur sjaldan verið jafn mikið í gangi hjá Golfklúbbnum Keili  og síðustu mánuði. Starfsfólk okkar hefur verið duglegt að sinna ýmsum verkefnum  í vetur og ætla ég renna yfir þau helstu. Við munum svo gera einstaka þáttum betri skil með röð af pistlum sem koma frá stjórnarfólki og starfsmönnum.

Það helsta sem unnið hefur verið að síðasta árið og stefnt er að klára nú í vor:

Golfvöllurinn

  • 2 nýjar holur opnaðar í vor
  • Gömlu  hvítu/gulu/bláu/rauðu lagðir af og tölur í staðinn 63/57/53/47
  • Ný teigskilti
  • Ný teigmerki
  • Gras göngustígar
  • Hleðslur í nýjum glompum með nýrri tækni

Hraunkot

  • Nýjir IO Trackman golfhermar inni.
  • TrackmanRange í 21 bás á útisvæðinu
  • Hitarar í alla bása

Annað

  • 9 mínútur á milli ráshópa
  • Ný heimasíða
  • Nýtt vallarmat
  • Nýtt skorkort
  • Ný vélageymsla opna
  • Betri Sveinskotsvöllur

Langt verkefni komið að leiðarlokum

Það má segja að endurbygging Hvaleyrar hluta vallarins hafi hafist árið 2013 og 11 ára ferli  nú komið að leiðarlokum. Stærstu fréttirnar eru kannski þær að Hvaleyrarvöllur fer úr pari 71 í par 72, með sanni  orðinn fullvaxta golfvöllur. Af öftustu teigum fer golfvöllurinn í 6301 metra sem er það lengsta hér á landi. Í vor munum við opna tvær glænýjar holur sem verða 16. og 17. hola vallarins.

Holuröð breytist

Holuröðin á seinni níu breytist og munum við hefja leik á 10. holu (núverandi 13.) og leika 11.(14.), 12.(15.), 13.(16.), 14.(17.), 15. (18.) og klára á þremur nýjum holum byggðar á gömlum grunni, 10. og 11. hola sameinaðar í eina par 5 holu 16. , glæný par 3 hola út á tangann á Hvaleyrinni 17. og svo lengdri 18.(12.)  í átt að golfskálanum aftur.

Endilega fylgist með pistlum frá okkur á næstu vikum þar sem við munum gera ofangreindum verkefnum betri skil.

Þá er bara vona að sumarið verði gott og við getum átt ánægjulegar stundir saman á golfvöllunum okkar í sumar. Spennandi sumar með mikið af nýjungum sem vonandi bæta vellíðan okkar á Hvaleyrinni.

Kveðja,
Óli Þór, framkvæmdastjóri Keilis