Í kvöld fór fram undirbúningsfundur fyrir sjálfboðaliða sem koma að Íslandsmótinu á Hvaleyri nú um helgina. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var fundurinn afar vel sóttur og sprengdi hann utan af sér fundarsal Hraunkots, svo leita þurfti út undir bert loft til að ná mynd af hópnum.

Framlag sjálfboðaliða er einn allra mikilvægasti þátturinn í framkvæmd mótsins en varlega áætlað má segja að sjálfboðaliðar leggi til yfir 1.000 vinnustundir á næstu dögum, allir með það markmið að halda besta Íslandsmót sem haldið hefur verið.

Kæru keppendur, við hlökkum til að taka á móti ykkur á Hvaleyrinni og vonum að dvöl ykkar hér verði bæði ánægjuleg og árangursrík.